Gjaldeyrisbraskarar fella krónuna, lífskjörin og stöðva vaxtalækkanir
- fyrstu þátttakendur í fjárfestingaleið Seðlabankans innleysa nú ótrúlegan hagnað og fella um leið krónuna og lífskjör almennings. Fengu tuttugu prósent afslátt árið 2012 mega nú fara með ávinninginn úr landi og virðast gera það. Krónan og lífskör fólks falla.
Krónan hefur veikst að undanförnu og virðist mörgum hulun ráðgáta hvers vegna það gerist, og það meðan mikið verður eftir að erlendum gjaldeyri í landinu, nú þegar ferðamannatíminn er í hámarki.
Má vera að svarið sé komið? Einmitt nú geta þeir sem fyrstir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans, þ.e. að koma inn með erlendan gjaldeyri, árið 2012, með tuttugu prósenta afslætti , farið út með ávinninginn og innleyst þannig tugi milljarða í gengishagnað, á kostnað alls almennings í landinu og um leið minnkað stórlega lýkur á áframhaldandi vaxtalækkun Seðlabankans. Bæði dagblöðin fjalla um stöðu krónunnar í dag, en hún hefur fallið um nærri tíu prósent síðustu fimm til sex vikurnar.
Í Fréttablaðinu segir: „Vísbendingar eru um að hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrri hluta árs 2012 hafi innleyst fjárfestingar sínar og flutt gjaldeyri úr landi á síðustu vikum. Það gæti hafa átt þátt í gengisveikingu krónunnar undanfarið, að sögn sérfræðinga á gjaldeyrismarkaði sem Fréttablaðið ræddi við, en krónan hefur veikst um níu prósent samkvæmt gengisvísitölu undanfarnar fimm vikur.“
Þegar fjárfestingaleið Seðlabankans varð til, og þeir sem fluttu gjaldeyri til landsins með tuttugu prósenta afslætti, fylgdi jafnframt útganga eftir fimm ár, þ.e. til ársins 2017, ársins í ár. Svo virðist sem menn nýti sér útgönguna með afleitum afleiðingum fyrir okkur hin.
Þó ekki sé vitað hversu mikið þeir sömu og nýttu sér útsölu Seðlabankans hafa nú farið út með gjaldeyri og ótrúlegan hagnað er víst að möguleikar þeirra eru miklir og þá um leið mikil áhrif á gengi krónunnar.
„Um 123 milljónir evra, eða 29,5 milljarðar króna miðað við þáverandi útboðsgengi, komu til landsins í fjórum útboðum á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Fjárfestarnir geta nú innleyst tugi milljarða króna í gengishagnað,“ segir í frétt Fréttablaðsins.
Í ViðskiptaMogganum er bent á að að miklir fjármagnsflutningar hefðu átt sér stað undanfarið og að lífeyrissjóðir væru í auknum mæli að einbeita sér að erlendum fjárfestingum.
-sme