Neytendur Margt fólk er í önnum við jólainnkaupin. Þar vega jólagjafir þungt. En hver er réttur fólks, til dæmis þegar vilji er til að skipta ógallaðri vöru.
Þrátt fyrir að í lögum um neytendakaup sé ekki að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru veita margar verslanir neytendum rétt til að skila vörum.
Meginatriði verklagsreglnanna eru:
- réttur til að skila ógallaðri vöru sé a.m.k. 14 dagar frá afhendingu
- vörur sem merktar eru með gjafamerki gera kassakvittun óþarfa við skil
- inneignarnótur skulu miðast við upprunalegt verð vöru
- gjafabréf og inneignarnótur gilda í allt að fjögur ár frá útgáfudegi
- skilaréttur tekur ekki til útsöluvöru
Þú gætir haft áhuga á þessum
Frekari upplýsingar er að finna á vef Neytendastofu, sjá hér.