- Advertisement -

Gífurleg kjaraskerðing öryrkja

Kjaragliðnun var því gífurleg og hefur ekki verið leiðrétt enn.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Gífurleg kjaraskerðing hefur orðið hjá öryrkjum á undanförnum árum af völdum stjórnvalda; þar ber bæst kjaraskerðing af völdum krónu móti krónu skerðingar öryrkja síðustu 2 ár og 3 mánuði; einnig kjaraskerðing vegna svokallaðrar búsetuskerðingar og vegna kjaragliðnunar.

Öryrkjabandalagið fékk Talnakönnun ( Benedikt Jóhannesson) til þess að rannsaka hvað öryrkjar hefðu orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu á krepputímanum. Niðurstaðan var þessi :Á timabilinu 2009-2013 hækkaði launavísitalan um 23,5% en neysluverð um 20,5%. Á sama tímabili hækkuðu allar tekjur öryrkja um 4,1% eftir skatt en verðlag hækkaði um 20,5 á sama tímabili sem fyrr segir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á tímabilinu 2008-2013 hækkuðu lágmarkslaun um 54,3% en lífeyrir einhleypra öryrkja hækkaði um 29% á sama tímabili. Kjaragliðnun var því gífurleg og hefur ekki verið leiðrétt enn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: