Greinar

Getur heiðvirt fólk unnið á Mogganum?

By Gunnar Smári Egilsson

June 04, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Hallgrímur Helgason lýsir Mogga dagsins og rasisma ritstjórans sem borinn er óumbeðið í öll hús á fimmtudögum í boði kvótagreifa. Sættir fólk sig við þetta? Getur heiðvirt fólk unnið á Mogganum? Getur heiðvirt fólk opnað heimili sín fyrir þessu einu sinni í viku?

„Mogginn datt inn um lúguna í dag eins og jafnan á fimmtudögum. Og Staksteinar voru nákvæmlega eins og maður hélt, enda morðið á George Floyd gott tilefni til rasisma hjá litla sæta afturhaldinu okkar. Nú er gert lítið úr mótmælafundi til stuðnings lituðu fólki hér heima og vestra og grínast með morðölduna sífelldu í Chicago. Ekki vottar fyrir skilingsgrammi á allri þeirri miklu og svörtu sögu.

Um daginn fjölluðu Staksteinar um það hvað Kófið væri nú gott fyrir þjóðir heims og þjóðernissinna, þær hættu þá þessum þvælingi sín á milli, allir væru bara heima hjá sér, þar sem fólk á að vera. Semsagt annar rasískur pistill frá ritstjóranum.

Þjóðin hefur nú umborið það í rúman áratug að ritstjóri annars stærsta dagblaðs landsins sé ekki bara gamall og gjörspilltur uppgjafa klíkupólitíkus sem gaf þjóðarbankana glæpamönnum og fór með Ísland á hausinn, klúðraði gjaldeyrisvaraforðanum sem Seðlabankastjóri og gerðist svo leigupenni alþjóðlegra glæapamanna. Þetta hefur allt verið frekar hvimleitt, en slumpast fram að þessu. En að hann skuli nú opinbera sig aftur og aftur sem hreinan og kláran rasista er sýnu erfiðara mál.

Sættum við okkur við það? Getur starfsfólkið á Mogganum starfað undir þessu? Erum við til í að taka við slíku inn á heimilin okkar á hverjum fimmtudegi? Er þetta bara yfir höfuð í boði?“