Skjáskot: Víglínan.

Fréttir

Getur ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn

By Miðjan

March 30, 2021

„Reynd­ar er það þannig að frá því að nú­ver­andi formaður tók við hef ég ekki getað kosið Sjálf­stæðis­flokk­inn á landsvísu,“ skrifar viðskiptafræðingurinn Guðjón Smári Agn­ars­son í Moggann í dag.

„Það er geymt en ekki gleymt að hann hélt því fram í Frétta­blaðinu fyr­ir u.þ.b. 15 árum að hann væri þeirr­ar skoðunar að Ísland ætti að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Þó að margt gott megi segja um mann­inn og þó að hann hafi ým­is­legt gott gert í fjár­málaráðuneyt­inu þá er það afar ótrúverðugt að flokk­ur hafi formann sem hef­ur önd­verðar skoðanir við grund­vall­ar­stefnu flokks­ins,“ skrifar Guðjón Smári.

Hann heldur áfram: „Ég hef skynjað orð hans um sjálf­stæðismál þannig að hann hafi ekki skipt um skoðun á mál­inu – bara að það henti ekki að ganga inn um þess­ar mund­ir. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn verður að standa und­ir nafni, ann­ars er ekki hægt að kjósa hann. Mér virðist að hann sé að breyt­ast í krata­flokk. Kannski held­ur for­ysta flokks­ins að þeir nái inn kröt­un­um sem gengu út og stofnuðu Viðreisn. Þá gleyma þeir fólk­inu sem hef­ur kosið flokk­inn vegna þess að hann hef­ur staðið vörð um sjálf­stæði lands­ins.“

(Fyrir ykkur sem teljið skal þess getið að þetta er fyrsta frétt dagsins um Bjarna Benediktsson. Óvíst er hvort þær verði fleiri. Þó er aldrei að vita.)