- Advertisement -

Getum ekki horft á fólk deyja

- og afsakað það með þeim úrræðum sem verða í boði einhverntímann seinna, segir formaður velferðarnefndar. Sjúklingar sem komast ekki tímanlega á sjúrkahúsið Vog deyja meðan þeir bíða. 

Fimmtán sjúklingar á biðlsistum, eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog, létust í fyrra og ellefu árið á undan. Þetta er bráðavandi. Tuttugu og sex látnar manneskjur á aðeins tveimur árum. Sjá hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fara þurfi í stefnumótun áður en annað verður gert.

Halldóra Mogensen Pírati er formaður vleferðarnefndar Alþingis. Halldóra, ert þú sammála ráðherra og ef ekki, hvað getur velferðarnefnd gert til að hraða ferlinu?

„Stefnumótun um meðferðarúrræði vegna fíknivanda er mikilvægt verkefni og jákvætt að heilbrigðisráðherra sé að fara af stað með þá vinnu enda er þörfin orðin mikil. Sú vinna á samt ekki að koma í veg fyrir að aðstoð sé í boði fyrir fólk sem er í bráðri neyð núna. Við getum ekki horft upp á fólk deyja á biðlistum og afsakað það með þeim úrræðum sem verða í boði einhverntíman seinna. Þetta virðist vera orðið svar ríkisstjórnarinnar við mikið af þeim bráða vanda sem hefur fengið að safnast upp í mismunandi kerfum. Ég kannast við þetta úr samræðum mínum við félags-og jafnréttismálaráðherra um barnaverndarmál, en þar ríkir einnig neyðarástand sem á að bregðast við með loforðum um framtíðarlausnir. Vandamálið er alltaf skortur á fjármagni en ég spyr mig ef um eldgos væri að ræða myndi ríkisstjórnin leyfa fólki á svæðinu að deyja vegna skorts á fjármagni? Hvað er það sem er öðruvísi við neyð fólks sem á við fíknivanda að stríða og fjölskyldur þeirra?“

Fyrir utan andlátin veldur bið sjúklinganna því að þriðjungur þeirra hættir við og mætir ekki til meðferðar. Ráða ekki við fíknina.

Ég spyr aftur, hvað er hægt að gera og hvað getur velferðarnenfdin gert?

„Velferðarnefnd að, eigin frumkvæði, getur lítið tekið á sjálfum bráðavandanum annað en að fá gesti, safna upplýsingum og ef nefndarmenn eru sameinaðir, koma vilja sínum á framfæri við ráðherra. Frumkvæðið þarf að koma frá ráðuneytinu og endurspeglast í fjárlögum.“

Víðar er staðan slæm. Er vitað, sem dæmi, hversu margir veikir hafa þurft frá að hverfa á geðdeildum í sumar vegna lokanna? Og ef svo er ekki, mun velferðarnefnd afla sér upplýsinga um það hvetja til aðgerða reynist þeirra þörf?

„Sem formaður velferðarnefndar get ég komið málinu á dagskrá og ég mun gera það,“ sagði Halldóra Mogensen í viðtali við Miðjuna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: