Fréttir

Get ekki látið sem ekkert hafi í skorist

By Miðjan

May 25, 2017

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er, þessa stundina í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á ÍNN, þar sem hann segir að átökin og ósættið innan Framsóknarflokksins sé mikið. Þrír fyrrverandi formenn flokksins; Jón Sigurðsson, Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir hafi aldrei sæst á að hann yrði formaður flokksins og þau hafi unnið gegn sér alla tíð.

Hann segist hafa verið blekktur og allt annað sem hafi verið gert á hans hlut sé þess eðlis að hann geti ekki látið sem ekkert hafi í skorist. Hann sér enga leið að friður náist milli stríðandi fylkinga í Framsóknarflokknum.

-sme