Björn Leví Gunnasson skrifar:
Bara til þess að nefna það, þá hitti ég og tala við fullt af fólki sem á heima alls staðar á landinu. Ég vel að gera það á ódýran og aðgengilegan hátt í tölvupósti eða á samfélagsmiðlum. Til viðbótar skipuleggja Píratar svo fundarraðir hér og þar um landið þar sem boðað er til funda þar sem allir geta mætt og spjallað. Það er smá kostnaður í kringum þau ferðalög en alla jafna, yfir allt árið, kosta samskipti mín við fólkið í landinu afskaplega lítinn pening.
Á þessu ári er ferðakostnaður innan lands samtals 272.816 kr. (https://www.althingi.is/altext/cv/is/laun_og_greidslur/…) sem skiptist á fjórar ferðir:
- Febrúar 82.677
- Maí 84.322
- September 59.099
- Október 46.718
Ég ætla að fullyrða að ég hitti (þ.m.t. stafrænt) fleira fólk heldur en sumir sem eru með gríðarlega háar greiðslur fyrir „þingstörf“ þar sem skilyrði fyrir þeim greiðslum er: „Endurgreiða skal ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á“
Gerum kröfur til þingmanna. Spyrjum þá hvort þeir séu að fá borgað fyrir að taka í höndina á okkur.