Inga Sæland, nefndi sem dæmi, að Flokkur fólksins eigi frumvarp sem þau hafa mælt fyrir tvisvar; „…um að afnema skerðingar á launatekjur aldraðra. Það hefur verið einbeittur vilji að halda því algjörlega til hlés og koma því alls ekki í gegn þrátt fyrir að við séum búin að sýna fram á, bæði með skýrslum og gögnum frá Tryggingastofnun ríkisins og skýrslu unninni af stjórnsýslufræðingi, svart á hvítu að ríkissjóður myndi hreinlega hagnast á því, því lýðheilsumáli, að gefa þeim ákveðna þjóðfélagshópi kost á því að halda áfram að vinna ef hann treystir sér til,“ sagði Inga.
„Þess vegna segi ég: Á meðan verið er að tala um hallarekstur og niðursveiflu í hagkerfinu og við höfum ekki efni á hinu og höfum ekki efni á þessu og þurfum að sýna aðhald get ég ekki skilið af hverju getum við ekki gert góðverk þegar það kostar ríkissjóð ekki eina einustu krónu.“