Björgvin Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (formanns „róttæka sósíalistaflokksins“) gerir ekkert til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Stjórnin hefur ekki hækkað lífeyri þessara aðila um eina krónu að eigin frumkvæði. Stefna fjármálaráðherra er að hækka lífeyri ekkert áður en nýir kjarasamningar verða gerðir á almennum launamarkaði.
Ellert Schram formaður FEB í Rvk segist eiga að hitta Katrínu forsætisráðherra einhvern daginn. Ég hef ekki trú á því,a ð neitt komi út úr þeim fundi. Það vantar viljann hjá Katrínu og ríkisstjórninni til þess að gera eitthvað fyrir aldraða og öryrkja.
Það er enginn vilji hjá ríkisstjórninni; það er enginn vilji hjá þinginu.
Í gærkveldi sagði RÚV frá því að íslenskir eldri borgarar væru farnir að setjast að í Portúgal, þar að húsnæði væri ódýrt þar og lífeyrir skattfrjáls næstu 10 árin.
Svo er einnig í Noregi en hér er lífeyrir aldraðra og öryrkja skattlagður að fullu og skattar á öldruðum, öryrkjum og lágtekjufólki hafa stöðugt verið hækkaðir undanfarin mörg ár á sama tíma og skattar á hátekjufólki hafa verið lækkaðir!