Gengur ekki að hvítþvo frjálsmarkaðskerfið
Fred Magdoff, sem er sérfræðingur í plöntu- og jarðvegsfræðum við háskólann í Vermont í Bandaríkjunum, skrifar um margt sérstaka grein í Moggann í dag. Þar segir sem dæmi:
„Að mínu mati gengur það engan veginn upp að hvítþvo frjálsmarkaðskerfið af því að bera ábyrgð á þeirri kreppu sem þegar er farin að hrjá okkur bæði félagslega og í lífríkinu. Ástæðurnar eru þessar:
a. Gangverk kapítalismans byggist á því sem meginmarkmiði að skapa arð, framleiða vörur og selja á markaði með það fyrir augum að enda með meira í vasanum en lagt var upp með;
b. Svo kerfið virki þarf samkeppni og stöðugan vöxt (í heimi sem þó getur ekki óendanlega gefið af sér), enda skellur jafnan á kreppa þegar hægir á hagvexti eða hann stöðvast;
c. Kapítalisminn þekkir ekki það hugtak að komið sé nógur auður hvað þá ef sagt er að hann sé orðinn of mikill;
d. Samkeppni og hagnaðarvon knýja kerfið áfram, en hætt er við að hvort tveggja spilli einstaklingum og valdi auk þess spillingu í viðskiptalífi;
e. Engir innbyggðir öryggisventlar eða hemlar eru til staðar sem stöðva kerfið þegar það veldur félagslegri kreppu eða umhverfisvá. Af hálfu hagfræðinga er iðulega vísað í slíkar afleiðingar sem utanaðkomandi þátta“;
f. Reynslan kennir að fylgifiskur kapítalismans sé gríðarlegur ójöfnuður í skiptingu auðs og valda;
g. Þegar reynt er að kveða niður eða forðast fyrrnefnda „utanaðkomandi þætti“ af umhverfis- og félagslegum toga, þá er því mætt af alefli af hálfu hagsmunaafla til að stöðva allar aðgerðir sem gætu truflað gangverk kerfisins.
Niðurstaðan er einfaldlega sú að kerfi sem byggist á samkeppni og fjármagni, kapítalisminn, hefur innbyggða hvata sem valda umhverfisspjöllum og félagslegum vandamálum.“