Greinar

Geiri og Bjarni greina efnahagsástandið

By Aðsendar greinar

August 10, 2023

Sigurjón Þórðarson Flokki fólksins skrifar:

Sjálfstæðisflokkurinn með Bjarna Ben í forystu er greinilega hvorki í neinu sambandi við skuldsett fyrirtæki né íslenskan almenning, en í viðtalinu kemur fram að hann telji vaxtaokur bankanna sé hið besta mál og að hann vilji alls ekki lækka vextina.

Hann heldur því fram að allur hringlandaháttur með að breyta okrinu geti sett allt á endan endann og séstaklega þá sem eru í viðkvæmri stöðu. Það má ekki skilja fjármálaráðherra með öðru vísi en svo að hann og seðlabankastjóri hafi legið yfir stöðunni og að þeir vilji frekar hækka en að lækka vexti.