- Advertisement -

Geir Þorsteinsson

Geir sinnti kvennalandsliðinu af heilum hug.

Mig undrar margt sem sagt er og skrifað um Geir Þorsteinsson. Svo virðist sem fólk hafi gleymt stærstu og mestu ákvörðunum sem Geir tók sem formaður KSÍ.

Geir hóf stærstu sókn sem hafin hefur verið í íslensku íþróttalífi með ráðningu Heimis Hallgrímssonar og Lars Lagerbäck til karlalandsliðsins. Sú ákvörðun hans var umdeild. Nú eru allt fólk sammála um hversu stórt og farsælt skref Geir tók, ásamt stjórn sinni, innan KSÍ.

Geir sinnti kvennalandsliðinu af heilum hug. Hann var ekki alltaf með á myndum eða gerði sig sýnilegan. Hann var samt sá sem stóð fastast að baki öllum landsliðum Íslands. Gagnrýni á hann úr þeirri átt er ekki sanngjörn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Geir hefur helgað starf sitt uppbyggingu knattspyrnunnar og honum er öðrum fremur treystandi til að halda því starfi áfram.  

Í dag er staðan mjög góð og vel hefur tekist til. Karlalandsliðið hefur vissulega gefið eftir síðustu misseri en vonandi tekst að snúa blaðinu við. Til að það takist þarf að taka réttar ákvarðanir. Til þess er Geir líklegastur.

Guðni Bergsson á mína virðingu. Ekki síst sem knattspyrnumaður og bjargvættur við ömurlegar aðstæður. Það er alls ekki á Guðna hallað þó ég telji Geir betri kost til að stjórna KSÍ. Störf hans á þeim vettvangi segja það sem segja þarf.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: