- Advertisement -

Geimveran í Silfrinu

Nei spurningin var mjög gildishlaðin og einkennandi fyrir viðhorfin á RUV.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Þegar Gunnar Smári Egilsson mætti í Silfrið í morgun virtist sem geimvera hefði sest í sæti spyrilsins. Geimvera sem hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast í heiminum. „Er þörf fyrir sósíalisma,“ sem er auðvita eðlileg spurning fyrir geimveru sem hefur aldrei komið til jarðarinnar en ekki eðlileg spurning fyrir Fanneyju Birnu sem hefur lifað á jörðinni og starfað sem blaðamaður um langa hríð. Nei spurningin var mjög gildishlaðin og einkennandi fyrir viðhorfin á RUV, sem á að vera fjölmiðill okkar allra. Hún kom fram í þessu viðtali eins og hún hefði enga þekkingu á sósíalisma yfirhöfuð, ekki einu sinni sögu hans hér á landi.

Svo virtist hún ekki átta sig á því Sósíalistaflokkurinn fékk 6% atkvæða í Reykjavík í síðustu sveitastjórnarkosningum, meira en margir flokkar aðrir. En verra er að hún kom fram í þessu viðtali með hroka gagnvart baráttu þeirra verr settu í samfélaginu sem eru að berjast fyrir því að fá að lifa mannsæmandi lífi, sem er sósíalismi. Að allir fái að lifa góðu lífi á hinu ríku Íslandi, er ekki bara réttlætismál heldur eina skynsamlega stefnan, stefna sem auk þess heimtar virðingu ekki bara fyrir mönnum heldur náttúru. En þessi tíðindi hafa greinilega ekki borist fréttamönnum á RUV eins og marg oft hefur komið fram og sannaðist í morgun þegar geimveran birtist um leið og Gunnar Smári settist við borðið í Silfrinu og spurði; „Er þörf fyrir sósíalisma.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: