- Advertisement -

Gegn einokun Mjólkursamsölunnar

Þingmenn Viðreisnar flytja frumvarp sem samið var í landbúnaðarráðuneytinu og segja að núverandi ráðherra muni ekki leggja frumvarpið fram.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi landbúnaðarráðherra.

Alþingi „Það liggur nú fyrir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins mun ekki hafa forgöngu um að leggja þetta mál fram og þar með afnema sérreglu búvörulaga sem gildir um mjólkuriðnaðinn. Er ljóst að af hálfu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er ekki lögð áhersla á að almennar reglur samkeppnislaga gildi um umsvifamikla starfsemi mjólkuriðnarins. Eitt fyrirtæki, Mjólkursamsalan, mun því áfram vera með einokunarstöðu á markaði en flutningsmenn þessa frumvarps telja slíkt stríða gegn almannahagsmunum,“ segir meðal annars í greinagerð með lagafrumvarpi þingflokks Viðreisnar. Frumvarpið er hægt að lesa hér.

Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og þáverandi landbúnaðarráðherra, sem lét semja frumvarpið. Einsog kemur fram hér að ofan telja þingmenn Viðreisnar engar líkur á að núverandi ríkisstjórn vilji afnema einokunarstöðu MS.

„…er þar lagt til að felld verði brott heimild afurðarstöðva í mjólkuriðnaði til að sameinast, hafa með sér verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða,“ segir einnig í greinagerðinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: