- Advertisement -

Gefur ríkisstjórninni falleinkunn

Ísland er dýrt land og verður að endurspegla það með góðum innviðum.

Ragnheiður Elín Árnadóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Ferðamálaráðherrar síðustu ára. Þær fá ekki góða umsögn.

„Það er með ólíkindum að ekki hafa tekist að ná samkomulagi um stýringu ferðamanna og uppbyggingu á viðkomustöðum sem notið hafa vinsælda á þessum á sjö árum sem góðærið hefur varað. Vegakerfið er að hruni komið,“ segir Hrönn Greipsdóttir, sem hefur lengi starfað við ferðaþjónustu hér á landi.

Viðtal er við Hrönn í Markaðnum í dag. Þar kemur fram að Hrönn þykir margt betur mega gera. Einsog kom fram hér að ofan talaði hún meðal annars um vegakerfið.

En hvað er að þar?

„Sem dæmi má taka að þegar keyrt er í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum, okkar helstu náttúruperlu, blasir við skilti sem stendur á skýrum stöfum: Varúð, hættulegur vegur. Vegurinn skapar hættu vegna þess að hann er svo mjór og það hefur brotnað svo mikið upp úr honum. Holurnar eru hrikalegar. Það er auðvelt að bæta úr þessu.“

Verður að taka ákvörðun

„Eftir mikinn vöxt í ferðaþjónustu er enn verið að ræða hvernig eigi að fjármagna uppbyggingu innviða. Það þarf að taka ákvörðun, jafnvel þótt einhverjir verði ósáttir. Það eru margar leiðir færar. Víða í Evrópu eru vegtollar og aðgangseyrir innheimtur að náttúruperlum. En það má heldur ekki missa sjónar á því að ferðamenn draga nú þegar ágæta björg í bú þegar kemur að ríkiskassanum í gegnum skattheimtu og önnur gjöld,“ segir Hrönn í Markaðnum.

Ísland er dýrt land

Hrönn Greipsdóttir, segir í áðurnefndu viðtali að Íslans sé dýrt land. „Ísland er dýrt land heim að sækja. Innviðirnir verða því að endurspegla það og vera í góðu lagi. Vegirnir mega ekki vera ónýtir, það þarf myndarlega uppbyggingu á ferðamannastöðum og þá er ég ekki bara að tala um salernisaðstöðu. Höfum í huga að ferðamönnum getur fækkað stórlega ef ekkert er að gert.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: