- Advertisement -

Gefum þeim blóm

Samfélag Pétur Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, birti þessi skrif á Facebook í morgun.

„Í gær var regnboginn málaður í Hveragerði með gleði og ástríðu – til áminningar um að öll eiga rétt á frelsi, viðkenningu og frið. Annað verður aldrei liðið. Hatrið út!

Ég átti sjálfur dásamlega kvöldstund í gær ásamt hugsjónaungviði og eldri eldhugum og málaði götuna í regnboganslitum. Þetta blasti síðan við í morgun. Það þýðir aðeins eitt, regnboginn verður gerður stærri og bjartari – skínandi fallegur. Í morgun vorum við áminnt um að baráttan heldur áfram.

Hatrið út, kærleikanum allt! Það er og verður viðbragðið okkar í Hveragerði. Í Hveragerði gefum við þeim blóm sem haga sér svona, rétt eins og Hörður Torfa söng um.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: