- Advertisement -

Gauti segir pass

Gauti Jóhannesson, sem atti kappi við Njál Trausta Friðbertsson um fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðaustri, en lenti í þriðja sæti hefur ákveðið að koma hvergi nærri og afþakkar það sæti sem hann var kosinn til að gegna. Gaut skrifar á Facebook:

„Kæru vinir

Nú þegar niðurstöður liggja fyrir í prófkjöri  Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur kjördæmi er mér efst í huga auðmýkt og þakklæti til þeirra fjölmörgu sem lögðu mér lið í baráttunni.

Ég vil einnig þakka þær góðu móttökur sem ég hef fengið í kjördæminu undanfarnar vikur, alla kaffisopana, kruðeríið og spjallið. Á Norður- og Austurlandi býr mikið af öflugu og góðu fólki, um það get ég vitnað fyrstu hendi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Meðframbjóðendum mínum þakka ég drengilega baráttu og óska þeim velfarnaðar. Úrslitin eru mér vonbrigði en vilji kjósenda er skýr og við niðurstöðuna verður að una.

Ég sóttist eftir að leiða listann, það varð ekki og af þeim sökum mun ég ekki sækjast eftir að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við kosningar til Alþingis í haust.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: