- Advertisement -

Gátu ekki kosið Sósíalsita hjá sýslumanni

Gunnar Smári:

Það er grundvallaratriði í frjálsum kosningum að allir valkostir séu bornir fram á jafnræðisgrundvelli. Dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigbjörnsdóttir hefur ekki gætt að því.

Til okkar leitaði kjósandi sem sagði eftirfarandi: „Við hjónin ætluðum að kjósa utan kjörfundar hjá Sýslumanninum í Kópavogi, þar var okkur sagt að það væri ekki kominn bókstafur fyrir Sósíalistaflokkinn.“ og bætti við: „Okkur var sagt að það væri ekki skráð og hún sýndi okkur blað með öllum bókstöfunum og þar stóð neðst að J væri fyrir Sósíalistaflokk Íslands og hún sagði að það væri gamalt og ekki gilt.“

Kjósendum er afhendur listi yfir listabókstafi þar sem flokkarnir á þingi eru efst en síðan er sagt að Sósíalistar hafi fengið úthlutað listabókstaf. Sósíalistaflokkurinn er því hafður í einhverri annari deild, fyrir neðan hina flokkana, þótt framboð hans sé á engan hátt öðruvísi en hinna. Enginn flokkur hefur skilað inn sínum listum og því er ekkert öðruvisi við framboð Sósíalista en hinna flokkanna og fráleitt að bera það fram með einhverjum fyrirvara fyrir kjósendur. Þessi aðgreining bíður upp á allskyns misskilning eða túlkun, sem kjósendurnir eru vísa til. Það er grundvallaratriði í frjálsum kosningum að allir valkostir séu bornir fram á jafnræðisgrundvelli. Dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigbjörnsdóttir hefur ekki gætt að því.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: