- Advertisement -

Gamma; hvað með Kauphöllina og FME?

Mynd frá Skiltakörlunum.

Marinó G. Njálsson skrifaði fína grein um Gamma og það allt. Einn hluti greinarinnar er sérstakur. Ráð er að birta hann hér:

„Hve mikið leynist undir yfirborðinu, á eftir að koma í ljós, en því miður held ég að meira leynist af röngu verðmati á sjóðum fyrirtækisins. Mér finnst raunar með ólíkindum að Kauphöllin hafi ekki stöðvað viðskipti með alla sjóðina (líka þá sem Kvika sameinaði undir Júpíter) og að FME hafi ekki hafið rannsókn á starfsháttum fyrirtækisins. Er fólk ekki að vinna vinnuna sína? Það er útilokað, að eigið fé fasteignasjóðs hafi farið úr 4,4 ma.kr. niður í 42 m.kr. á nokkrum mánuðum. ÚTILOKAÐ. Eina vitræna skýringin er að þessir 4,4 ma.kr. hafi verið froða, tilbúningur, blekking eða hvaða orð það er annað sem fólk vill nota. Það er útilokað að sjóður sem auglýstur er sem góður ávöxtunarkostur um áramót („Góð ávöxtun sjóðs­ins á rætur að rekja til vel tíma­settra fjár­fest­inga og ágætrar fram­vindu í þró­un, fram­kvæmdum og sölu á vegum sjóðs­ins“), hafi farið í að vera með allt niður um sig í september („Þá hefur fram­kvæmda­kostn­aður verið tals­vert yfir áætl­unum á árinu. Fyrri mats­að­ferðir tóku ekki að fullu til­lit til fjár­magns­kostn­aðar félags­ins auk þess sem hann hækk­aði veru­lega með útgáfu skulda­bréfs (UPPH21 0530) í vor.“). Já, GAMMA sjóðurinn Novus tók 2,7 ma.kr. lán með 15% vöxtum í vor, því enginn vildi lána á lægri vöxtum. 15% þýðir að menn þurfa að græða helling áður en fjárfestar fá einhverja ávöxtun á peningana sem þeir settur í sjóðinn. Ég spyr aftur: Af hverju er Kauphöllin ekki búin að stöðva viðskipti með þessa sjóði? Af hverju heyrist ekkert frá FME?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: