- Advertisement -

Gamli góði Villi og Dagur borgarstjóri

Eins og stundum skrifar borgarstjórinn fyrrverandi, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, bréf í Moggann um málefni borgarstjórnar. Eðlilega er hann lítt hrifinn af frammistöðu Dags B. Eggertssonar og félaga. Einn kafli bréfs gamla góða Villa er um fjármálastjórn meirihlutans. Yfir til Villa:

Fjár­mála­stjórn borg­ar­inn­ar hef­ur verið á brauðfót­um und­an­far­in ár. Eyðslu­stefna er alls­ráðandi og tug­ir millj­óna króna sett­ir í margs kon­ar gælu­verk­efni meiri­hlut­ans sem engu skila. Skuld­ir aukast stöðugt og A-hluti borg­ar­sjóðs er rek­inn með halla ár eft­ir ár. Öllum er ljóst, nema borg­ar­full­trú­um meiri­hlut­ans, að það stefn­ir í enn al­var­legri fjár­hagserfiðleika borg­ar­sjóðs á þessu ári og þeim næstu. Það er ef til vill hægt að halda áfram með þess­um hætti um stund­ar­sak­ir en ekki til langs tíma. Enda­laus skulda­aukn­ing og óstjórn fjár­mála hef­ur sín­ar al­var­legu af­leiðing­ar fyrr en síðar. Borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans ættu að kynna sér siðaregl­ur borg­ar­full­trúa en þar seg­ir í 7. lið: „Við för­um vel með fjár­muni borg­ar­inn­ar og eign­ir henn­ar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: