Fréttir

Gamlar fréttir af forsetanum

By Miðjan

June 11, 2014

Stjórnmál Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði vð erlenda fréttastofu að hann hyggist ekki fara í framboð árið 2016. Þessi frétt á ekki að koma á óvart. Í umtöluðu viðtali við forsetann í þættinum Sprengisandur á Bylgjnni í apríl 2012 sagði forsetinn, næði hann kjöri í þá komandi kosningum, að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur árið 2016.

Og það sem meira, var hann gat ekki svarað afgerandi hvort hann hygðist sitja allt þetta kjörtímabil, eða hætta á því miðju. En kjörtímabilið er einmitt hálfnað um þessar mundir.

Blaðamaður Miðjunnar hefur hitt forsetann og óskað eftir viðali um þetta atriði. Það hefur ekki gengið enn, en af óbeinum svörum er trúlegast að forsetinn sitji út kjörtímabilið.