Hver er sem er í Miðflokki og hver sem er í gamla íhaldinu hefði getað skrifað þetta.
Gamla íhaldið, Davíð Oddsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og fleiri sjálfstæðismenn á því reki smellpassa við Miðflokkinn. Eiga miklu frekar samleið með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og hans fólki, en komandi kynslóð í þeirra eigin flokki. Ungu konurnar í ráðherraembættunum njóta ekki trausts gamla íhaldsins.
„Ekkert hefur verið hlustað á alvarlega gagnrýni margra umferðarverkfræðinga og skipulagsfræðinga á tillögu um Borgarlínu, þrátt fyrir mikla reynslu þeirra af umferðarskipulagi. Þeir sem hannað hafa Borgarlínukerfið telja sig vita betur. En þeir bera ekki ábyrgð ef illa fer. Það gera þeir stjórnmálamenn sem þessa ákvörðun tóku, fyrst og fremst meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur.“
Hver er sem er í Miðflokki og hver sem er í gamla íhaldinu hefði getað skrifað þetta hér að ofan. Það var borgarstjórinn fyrrverandi, Vilhjálmur Þ. sem skrifaði.
Miðflokkurinn reis þegar hann barðist gegn orkupakkanum. Gamla íhaldið stökk á vagninn. Fylgið hneig eftir að þeim átökum lauk. Finna varð nýtt vopn. Borgarlínan varð fyrir valinu. Gamla íhaldið og Miðflokkurinn munu hugsanlega þétta raðirnar. Átakatímar eru framundan. Síðasti þingvetur fyrir kosningar.
Meira en gjá er á milli gamla íhaldsins og þeirra yngri í Sjálfstæðisflokki. Hins vegar er samhljómur milli gamla íhaldsins og Miðflokksins.