Upprifjun
„Það er greinilegt að það þarf að
hafa í huga hvernig á að bregðast við þessari þróun,“ segir Valtýr Sigurðsson
fangelsismálastjóri, í samtali við Blaðið, þegar hann talar um hversu margir
erlendir glæpamenn eru vistaðir í fangelsum hér á landi, flestir þeirra eru frá
Litháen.
Valtýr segir yfirvöld vera meðvituð um vandann varðandi Litháana og telur mestu hættuna vera ef mikil samskipti séu á milli Litháa og íslendinga. Það auki tengsl við erlenda fíkniefnamarkaði og þar afleiðandi aukinn innflutning á fíkniefnum. „Þróunin undirstrikarþað semvið höfum lengi haldið fram,“ segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, og talar þar um vísi að skipulagðri glæpastarfsemi á íslandisem á rætursínar allt til Litháens. Hann segir ekki koma á óvart að fleiri erlendir ríkisborgararséu í fangelsi á íslandi, þróunin verið svipuð hjá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.
„Það þýðir ekkert að berja hausnum við steininn lengur og halda því fram að um tilviljanir sé að ræða, menn verða að horfast í augu við vandann,“ segir Jóhann og bendir á að það þurfi að berjast af hörku gegn þróuninni.
Blaðið 12. júlí 2006.