- Advertisement -

Gámastíll einkenni græðginnar

Magnús Jónsson: „Með örfáum undantekningum eru nýju hverfin byggð í því sem ég kalla gámastíl.“

„Það sem hefur ráðið för við uppbyggingu og skipulag í höfuðborginni er að mínu mati fyrst og fremst græðgi, tillitsleysi og skammsýni yfirvalda, hönnuða og byggingarverktaka. Þá hefur sú kenning að þétting byggðar sé ávallt til góðs leikið hér stórt hlutverk.“ Þannig skrifar Magnús Jónsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, í lengri grein á Vísi.

Skipulagslegur hryllingur

Magnús er allsendis ósáttur við það sem er að gerast í uppbyggingu Reykjavíkur.

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Græðgisvæðing miðbæjar Reykjavíkur (Skuggahverfi, Lækjargata og hafnarsvæðið) svo og Grandavegar, Höfðatorgs og Kringlusvæðisins verður örugglega til að rýra lífsgæði margra sem búa fyrir í þessum hverfum.“

„Samt hefur verið sýnt fram á að háreist þétting byggðar getur oft skapað meiri vandamál en hún á að leysa. Græðgisvæðing miðbæjar Reykjavíkur (Skuggahverfi, Lækjargata og hafnarsvæðið) svo og Grandavegar, Höfðatorgs og Kringlusvæðisins verður örugglega til að rýra lífsgæði margra sem búa fyrir í þessum hverfum. T.d. með vindstrengjum, vindgný og skuggamyndun sem og frekari aukningu á umferðaröng­þveiti og rykmengun vegna aukinnar umferðar. Borgarlína í einhverri mynd eða götuþrengingar munu ekki laga það nema að litlu leyti. Þessa skipulags- og háþéttingarstefnu mætti skilja ef hér á landi væri landrýmisskortur eða hér byggju margar milljónir manna. Hvorugu er þó til að dreifa. Í einu þéttbýlasta landi Evrópu, Hollandi, hef ég óvíða séð viðlíka skipulagslegan hrylling og hér og hef ég þó komið í allmargar borgir þar, jafnvel mörgum sinnum stærri en Reykjavík.“

Ferköntuð hugsun

„Með örfáum undantekningum eru nýju hverfin byggð í því sem ég kalla gámastíl. Einfaldir kassar, 5 til 20 hæða með flötum þökum sem ekki eru að neinu leyti í stíl við þá byggð sem fyrir er í borginni eða öðrum bæjum höfuðborgarsvæðisins. Jafnvel þótt verið sé að byggja við hliðina á eldri húsum er ekki reynt að hafa samfelldni í byggðinni eða ná fram heildarsvip.

„Gott dæmi um þetta eru fimm hæða gámastæðurnar sem reistar hafa verið sunnan við Útvarpshúsið, nánast skagandi út í Bústaðaveginn. Einhver hefði kannski reynt að taka tillit til þeirra formfallegu húsa sem byggð voru fyrir fáum áratugum litlu vestar við götuna.“

Gott dæmi um þetta eru fimm hæða gámastæðurnar sem reistar hafa verið sunnan við Útvarpshúsið, nánast skagandi út í Bústaðaveginn. Einhver hefði kannski reynt að taka tillit til þeirra formfallegu húsa sem byggð voru fyrir fáum áratugum litlu vestar við götuna. Sama má auðvitað segja um Skuggahverfið sem er svo skuggalegt að maður verður nánast þunglyndur af því að koma inn í það í bleytu og myrkri.“

Hér má lesa alla grein Magnúsar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: