- Advertisement -

Galin hugmynd að taka aftur upp gjalddtöku í Hvalfjarðargöngum

Eyjólfur Ármansson þingmaður Pírata í Norðvesturljördæmi.

“Ég mun ekki fallast á áform innviðaráðherra um að taka aftur upp innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöng,” sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, þegar Miðjan spurði hann hvort hann muni styðja áform Sigurðar Inga innviðaráðherra um upptöku gjalds fyrir að aka um jarðgöng og þar á meðal Hvalfjarðargöng sem vegfarendur hafa þegar greitt fyrir að fullu.

Eyjólfur: Ökumenn eru búnir að greiða fyrir göngin. Að fara krefja þá um að greiða fyrir þau aftur er galið. Það er skattur á alla þá sama aka um göngin, og ekki síst íbúa Vesturlands og Akranes, sem margir hverjir aka um göngin á leið til vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Af hverju er ekki hafið gjaldtaka fyrir notkun á öðrum samgöngumannvirkjum, t.d. við brýr? Það mætti hafa gjaldtöku á ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu sem aka yfir Elliðaárbrúna eða brýr á Suðurlandi, sem er innan kjördæmis innviðaráðherra. Ef ég man rétt þá eru ein jarðgöng í kjördæmi innviðaráðherra, jarðgöngin um Almannaskarð, sem eru rétt austur af Höfn í Hornafirði, í jaðri Suðurkjördæmi. Þessar hugmyndir um jarðgangagjald eru undarlegar að mínu mati og eru ekki til þess fallinn að jafna lífskjör íbúa landsbyggðarinnar gagnvart íbúum höfuðborgarsvæðisins, heldur þvert á móti.

Ég er alfarið á móti gjaldtöku í jarðgöngum á Vestfjörðum, Vestfjarðargöngum,

Fráleitt væri að krefjast gjaldtöku af umferð um þessi jarðgöng af augljósum ástæðum.

Það sama á við um Bolungarvíkurgöng.  Gjaldtaka um Bolungarvíkurgöng yrðu mjög íþyngjandi fyrir íbúa Bolungarvíkur, sem margir hverjir sækja vinnu og þjónustu til Ísafjarðar.  Ég tek heilshugar undir athugasemdir bæjarráðs Bolungarvíkur um gjaldtökuna, sem BB.is fjallaði um í sumar. 

„Í tilfelli Bolungarvíkur eru allar samgöngur til og frá sveitarfélaginu um Bolungarvíkurgöng og munu þessi áform verða til þess að lögð verða íþyngjandi gjaldheimta á íbúa og fyrirtæki í Bolungarvík umfram aðra landshluta sem ekki þurfa jarðgöng til að komast til og frá sinni heimabyggð.“

Sömu sjónarmið eiga við um Dýrafjarðargöng. Dýrafjarðargöng eru liður í því að tengja saman norður- og suðurhluta Vestfjarða og með þeim og með endurnýjuðum vegi um Dynjandisheiði munu Ísfirðingar o.fl. nýta sér meira leiðina um Barðaströnd eða taka Baldur á leið sinni suður til Reykjavíkur.

Ég fjallaði um þetta mál á fréttvefnum BB.is í sumar. sjá link: https://www.bb.is/2022/07/eyjolfur-armannsson-ekki-fylgjandi-gjaldi-af-umferd-um-jardgong/

„Jarðgangaþörf er fyrst og fremst á landsbyggðinni og í hinum dreifðu byggðum, sérstaklega á Vestfjörðum og Austfjörðum. Mjög brýnt er að farið verði sem allra fyrst í Súðavíkurgöng, og gögnin um Mikladal og Hálfdán. Það er mikilvægt vegna öryggis vegfarenda og atvinnulífs. Þessi göng ætti ríkið að bjóða út í einu lagi og fá fram samlegðaráhrif  við gangagerðina. Fráleitt væri að krefjast gjaldtöku af umferð um þessi jarðgöng af augljósum ástæðum.“

Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér þessar tillögur um gjaldtöku af umferð um jarðgöng undarlegar og bera vott um ákveðna sýn á jarðgöng og jarðgangagerð í landinu, að ekki sé talað um afstöðu til landsbyggðarinnar. Annað mál sem sýnir það síðastnefnda eru hugmyndir um Sýslumanns Íslands. Ísland er fyrir það fyrsta ekki sýslan. Jarðgöng eru einhver lúxus sem þarf að greiða sérstaklega fyrir.

Vegagerðin hefur tekið saman yfirlitsáætlun um þá jarðgangakosti sem hafa verið til umræðu og skoðunar undanfarin misseri. Það er gott innlegg í umræðuna. 

Í jarðgangamálum má bera saman Ísland og Noreg. Munurinn á þessu nágrannaríkjum er ótrúlegur þegar kemur að fjölda og lengd jarðaganga og sýnir mun á byggðastefnu í ríkjunum og skort á stefnumörkun. Noregur er þrisvar sinnum stærra en Ísland og íbúar Noregs um fjórtán sinnum fleiri. Þegar kemur að fjölda og lengd jarðganga er munurinn á þessum nágrannaþjóðum stórkostlegur. Fámenni okkar í stóru landi og ríkidæmi Noregs skýrir ekki þennan mun.  Í Noregi eru vel yfir 1100 jarðgöng (2018). Samanlögð vegalengd þeirra er yfir 800 km en 73 af þessum jarðgöngum eru yfir 3000 metra löng. Í Noregi eru 33 neðansjávargöng. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru tólf jarðgöng í notkun á Íslandi sem alls eru 64 km að lengd.  Sjá link:  https://www.vegagerdin.is/vegakerfid/jardgong/  Lengri er listi jarðganga á Íslandi ekki og segir það sína sögu.

Að mínu mati þurfum við að fara í stórátak í gerð jarðganga á Íslandi á næstu árum og fjármögnum þau fyrst og fremst með skattpeningum og bifreiðagjöldum. Hvort taka eigi veggjald af bifreiðum fyrir notkun á vegum, þá má taka þá umræðu en slíkt gjald ætti að vera óháð samgöngumannvirkjum og vera á tengt því hve mikið bifreiðar slíta vegum.  Augljóst mál að Toyota Yaris ætti þá ekki að greiða sama gjald og þungaflutningabifreið o.s.frv.

Það er ekki ný skoðun að fara eigi í átak í jarðgangagerð á Íslandi, langt í frá. Jarðgöng eiga að vera sjálfsagður hluti vegakerfisins líkt og í öðrum löndum. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins lagði til fyrir um 20 árum að við færum í átak að ljúka gerð helstu jarðganga innan ákveðins tíma. Frá árinu 2005 höfum við gert sjö jarðgöng eða helming allra jarðganga í landinu. Við eigum að stefna að því að minnsta kosti að tvöfalda þá tölu á næstu 20 árum ef ekki meira. Vonandi verðum við ekki í svipuðum sporum eftir önnur 20 ár, en maður veit aldrei.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: