- Advertisement -

GAJA, dýr framkvæmd og illa skipulögð

Ekki var minnst á þessa mögulega stöðu í áætlunum GAJU.

„GAJA var dýr framkvæmd og illa skipulögð og kemur nú í bakið á eigendum sem eru að stærstum hluta borgarbúar. Þegar hún var í bígerð og byggingu var talað um að frá henni kæmu söluvörur, metan og molta,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, í borgarstjórn.

„Enn er verulegur hluti metans brenndur á báli, þrátt fyrir grænt plan og tal um umhverfisvænar áherslur. Meira að segja Strætó bs. er að skoða að kaup á rafvagni um þessar mundir en ekki metanvagn. Þessi tvö bs-fyrirtæki í meirihlutaeigu borgarinnar geta ekki átt samvinnu um þessi mál. Og moltan, þar er staðan verri. Moltan er ekki frambærileg, full af gleri og plasti en engu að síður sögð „ágætis molta“ af stjórnarmanni borgarinnar í SORPU. Ekki var minnst á þessa mögulega stöðu í áætlunum GAJU.“

Næst sagði Kolbrún: „Fulltrúi Flokks fólksins bókaði 2. júní 2020 eftirfarandi: „Margt bendir til þess að væntanleg molta verði ekki söluvara þar sem verkun verður ekki nógu góð. SORPA leggur ekki áherslu á flokkun við heimili heldur treystir á jarðgerðarstöðina.“ En málið er að lítið hefur verið gert til að losna við plastið. Tæknibúnaður er notaður til að skilja plastið frá sem dugar skammt. Nú liggur fyrir það sem blasti við frá upphafi að flokkun þarf að eiga sér stað þar sem sorpið verður til.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: