- Advertisement -

Gagnsleysið í Glasgow

Sigurjón Magnús Egilsson:

Ágreiningurinn í ríkisstjórninni er það mikill að ekki var ein einasta von til að Ísland legði eitthvað fram á fundinum gagnslitla.


Enn og aftur hittast forkálfar hinna ýmsu þjóða til að tala um hvað hver og einn hyggist gera vegna ákallandi vanda logtlagsmála. Til þess hefur lítið sem ekkert verið að marka það sem sagt hefur verið til þessa. Og svo verður væntanlega áfram. Þannig eru stjórnmálamenn. Ekki bara íslenskir.

Talandi um þá. Umhverfisráðherrann fer til fundarins með alla vasa tóma. Hann hefur ekkert fram að færa. Ágreiningurinn í ríkisstjórninni er það mikill að ekki var ein einasta von til að Ísland legði eitthvað fram á fundinum gagnslitla. Þannig eru íslenskir stjórnmálamenn.

Samt var afráðið að senda fimmtíu manns til Glasgow. Til hvers hefur hvergi komið fram. Sennilega var það gert, af því bara. Fólkinu langaði að ferðast. Sýnast mikil í hópi samskonar fólks frá öðrum löndum. Svona er þetta bara.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: