- Advertisement -

Gafst upp og hætti í flokknum

Stjórnmál „Síðustu ár finnst mér flokkurinn minn hafa fjarlægst æ meira þau gildi sem ég heillaðist af þegar ég ákvað að ganga í hann. Ég hef samt lengi vel látið rekast með og vonast eftir að í forystu Sjálfstæðisflokksins kæmi fólk sem vildi koma honum aftur til fyrra horfs, þar sem stétt með stétt og frelsi einstaklingsins voru kjörorðin. Ég sé ekkert í farvatninu sem bendir til að það sé að gerast. Það er því með nokkrum trega sem ég fer þess á leit að ég verði skráður úr Sjálfstæðisflokknum frá og með deginum í dag,“ segir í bréfi sem Ingólfur Þorleifsson á Suðureyri sendi til höfuðstöðva flokksins í Valhöll.

Ingólfur hefur um árabil verið einn af lykilmönnum í starfi sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Hann er fyrrum formaður og gjaldkeri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ og verið varabæjarfulltrúi, formaður og nefndarmaður fyrir flokkinn í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar síðan 2002.

Þetta kemur fram á bb.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: