- Advertisement -

Gælur við greifa- vekja alþjóðlega athygli

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Grein mín á Miðjunni þar sem ég benti á mismuninn á því hvernig Danir og Íslendingar tækju á málum þegar útgerðamenn fara upp úr lögbundnu kvótaþaki, hefur fengið alþjóðlega athygli, eins og sjá má á meðfylgjandi frétt, á hinu virta veftímariti um fiskveiðar, fiskerforum.com.

Í Danmörku eru menn dæmdir til hárra sekta fyrir svindlið á meðan áhrifamenn í stjórnmálum hér, taka jafnvel þátt í aumum útúrsnúningum nokkurra greifa og bera í bætifláka við augljós lögbrot.Í skýrslu ríkisendurskoðunar á málinu, frá því í desember 2018, segir berum orðum; „Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.“ Og í skýrslunni má ráða að Fiskistofa taki þátt í þeirri hundlógík að málið sé svo flókið og óskýrt að best sé að gera ekki neitt. Gælur ráðamanna við örfá stórfyrirtæki ganga svo langt að; viðhafa sérstaka vigtarreglur, leggja blessun sína yfir að afli sé verðlagður langt undir raunvirði, úthluta nokkrum þeim stærri í greininni jafnvel nokkrum hluta byggðakvótans. Með öllu ófyrirgefanlegt er að ráðherrar á liðnum árum hafi úthlutað veiðiheimildum ár eftir ár til fyrirtækja, sem hafa ekki hirt um að nýta veiðiheimildirnar, þetta m.a. við um ufsa ofl.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vel má hafa góðan skilning á því stórútgerðin eins og aðrir standi vörð um sína hagsmuni, en þetta er orðið löngu gott og mun enda illa ef ekki verður snúið við blaðinu.

Það eru víða tækifæri til jákvæðar breytinga á stjórn fiskveiða til þess að auka sveigjanleika í greininni. Með það fyrir augum að tryggja nýliðun, auka jafnræði, draga úr hvötum til brottkasts og síðast en ekki síst auka fiskaflann til mikilla muna.

Staðan gefur nýjum sjávarútvegsráðherra pólitísk dauðafæri, þar sem ofangreindar breytingar á kerfinu yrðu vinsælar hjá þjóðinni og útveginum yrði bjargað frá því að verða að uppistöðu lokuð blokk þriggja stórfyrirtækja – þar sem unnið verði eftir sovéskum fimm ára áætlunum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: