Innan raða Sjáflstæðisflokksins er útgagnga úr EES hafin. „…það er nánast orðinn árlegur viðburður, að Evrópusambandið krefst þess þegar við tökum upp Evrópugerðir, tilskipanir eða reglugerðir, að við Íslendingar fellum okkur við að sæta boðvaldi, úrslitavaldi, sektarákvörðunum eða með öðrum hætti skipunum frá alþjóðastofnunum sem Evrópusambandið hefur komið sér upp en við eigum enga aðild að.“
Þetta eru óbreytt orð Bjarna Benediktssonar á Alþingi. Þau eru auðskilin.
Þunginn mun aukast, dag frá degi. Almenningur hefur haft mikið gagn af EES-samningnum. Sem og atvinnuífið. Aukinn áhugi á útgöngu hefur ekki verið skýrður.
Brýnna er að skýra fyrir okkur, hver mun græða mest á útgöngu úr EES? Víst má telja að áhugi fárra á útgöngu sé til kominn vegna þess að einhverjir fáir muni græða vel á því að Ísland rifti EES-samningnum.
En hverjir og hvað?
Bjarni Benediktsson mun ráða hvað verður. Hann sagði þetta á Alþingi: „Ekki hjálpar það þegar samstarfsþjóðir okkar EFTA-megin í samstarfinu hafa ákveðið að láta undan áður en við höfum komist að niðurstöðu. Þá stöndum við ein eftir með kröfuna um að byggt verði á tveggja stoða kerfi.“
Sigurjón M. Egilsson.