- Advertisement -

Fyrstu skrefin stigin út úr EES

Innan raða Sjáflstæðisflokksins er útgagnga úr EES hafin. „…það er nán­ast orðinn ár­leg­ur viðburður, að Evr­ópu­sam­bandið krefst þess þegar við tök­um upp Evr­ópu­gerðir, til­skip­an­ir eða reglu­gerðir, að við Íslend­ing­ar fell­um okk­ur við að sæta boðvaldi, úrslita­valdi, sekt­ar­ákvörðunum eða með öðrum hætti skip­un­um frá alþjóðastofn­un­um sem Evr­ópu­sam­bandið hef­ur komið sér upp en við eig­um enga aðild að.“

Þetta eru óbreytt orð Bjarna Benediktssonar á Alþingi. Þau eru auðskilin.

Þunginn mun aukast, dag frá degi.  Almenningur hefur haft mikið gagn af EES-samningnum. Sem og atvinnuífið. Aukinn áhugi á útgöngu hefur ekki verið skýrður.

Brýnna er að skýra fyrir okkur, hver mun græða mest á útgöngu úr EES? Víst má telja að áhugi fárra á útgöngu sé til kominn vegna þess að einhverjir fáir muni græða vel á því að Ísland rifti EES-samningnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hverjir og hvað?

Bjarni Benediktsson mun ráða hvað verður. Hann sagði þetta á Alþingi: „Ekki hjálp­ar það þegar sam­starfsþjóðir okk­ar EFTA-meg­in í sam­starf­inu hafa ákveðið að láta und­an áður en við höf­um kom­ist að niður­stöðu. Þá stönd­um við ein eft­ir með kröf­una um að byggt verði á tveggja stoða kerfi.“

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: