Fyrsti stafurinn er Samherji
Gunnar Smári skrifar:
Á hátíðarstundum og flokksráðstefnum vilja stjórnmálaleiðtogar ekki tala um neitt frekar en fjórðu iðnbyltinguna, segja að við þurfum að hugsa um hvaða áhrif þessar breytingar hafa á atvinnu og arðskiptingu í fyrirtækjarekstri. Okei, en gallinn er að fjórða iðnbyltingin er löngu byrjað að útrýma störfum í sjávarútvegi og flytja fé sem áður fór í launaumslög fiskverkafólks yfir til eigenda stórútgerðanna. Við upphaf kvótakerfisins var fiskverkafólk yfir 10 þúsund á landinu, en það er í dag innan við 2 þúsund. Leiddi það til hækkunar launa? Fékk fólkið sem missti vinnuna bætur? Nei, það missti vinnuna og sá svo í ofan á lag verð eigna sinna hrynja vegna þess að atvinna í þorpinu gufaði upp. Hvert fór peningurinn? Humm, má ég koma með ábendingu? Fyrsti stafurinn er Samherji.“