- Advertisement -

Fyrsti hluti: „Kjördæmapotarar“ tjá sig

Það er merkilegt að í dag, daginn sem við stöndum frammi fyrir skelli vegna Vaðlaheiðarganga stíga þeir tveir þingmenn, sem harðast höguðu sér til að ríkið legði peninga í gerð Vaðlaheiðarganga, kvarta sáran yfir að kjördæmið þeirra eigi ekki „fulltrúa“ við ríkisstjórnarborðið.

Kristján Möller og Steingrímur J. Sigfússon voru sem eineggja tvíburar þegar þeir lögðust á eitt til að tryggja peninga til framkvæmda í sitt kjördæmi.

Fréttablaðið talar við þá vegna þeirrar staðreyndar að nú er enginn ráðherra úr „þeirra“ kjördæmi.

„Þetta er ljóður á ríkisstjórninni og nálægt því að vera vanvirðing við íbúa landsbyggðarinnar,“ segir Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra Samfylkingarinnar. „Jafnrétti á að vera á öllum sviðum, ekki aðeins milli karla og kvenna, heldur til dæmis milli höfuðborgar og landsbyggðar.“

Kristján Möller.

Bendir hann á að fjárlög séu gerð af ráðherrum og um þau sé fjallað í ríkisstjórn áður en þau eru lögð fyrir Alþingi. Sáralitlar breytingar séu gerðar eftir það og því skipti þetta mjög miklu.

„Það er hætta á því að málefni landsbyggðarinnar verði undir,“ segir Kristján. „Byggðamál eru rædd í ríkisstjórn og ráðherrar úr landsbyggðarkjördæmum koma inn með önnur sjónarmið en ráðherrar af höfuðborgarsvæðinu.“

„Að sjálfsögðu hefði það verið betra ef þannig tekst til,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, sem gegndi mörgum ráðherraembættum, þar á meðal í fjármálaráðuneytinu, aðspurður hvort ekki væri betra að hafa stólana dreifða um landið. Eins og Valgerður bendir hann þó á að mikið sé um nýliðun og þetta sé vonandi tímabundið ástand. Þetta séu þó vissulega tímamót fyrir kjördæmið.

Í öðrum hluta verður fjallað um Vaðlaheiðargöng.

Í þriðja hluta verður fjallað um iðjuverið á Bakka við Húsavík.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: