Vetur á Spáni. Lékum fyrsta golfið í dag. Níu brautir á nýja heimavellinum okkar, Las Ramblas. Árangri okkar hjóna var illa misskipt í dag. Frammistaða mín var hreint afleidd. Kristborg lék hins vegar skínandi vel.
Hafði spilað þokkalega síðustu hringina á landinu kalda og hafði því væntingar til að skila mínu hér í landinu heita. Svo varð ekki.
Hitinn í dag var nokkuð yfir tuttugu gráður og sólin var örlát. Sem sagt, eins og best er á kosið.
Ég vann engin afrek í golfinu en gerði það hér á Miðjunni. Heimsóknir voru margar og fínar.