Það fólk sem fer fyrir verkalýðsfélögunum og berst til að fátækasta fólkið fái leiðréttingar, það sem er á lægstu laununum, mun byrja baráttu sína í stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu. Þar situr hörð hægri stjórn sem hefur hlaðið í varnargarðinn og ætlar að taka á móti af fullum krafti.
Fátækt er skattlögð. Barnabætur og vaxtabætur hafa verið stórskertar. Fleira nefnir fólkið um það sem þarf að berjast fyrir. Skýr krafa er um að þetta verði lagfært. Skattleysismörk verði hækkuð. Tekjutenginar bótakerfisins verði lagfærðar. Þetta eru helstu kröfurnar, alls ekki allar.
Hægri stjórnin telur sig vera með vottað og stimplað að ekki sé hægt að hækka laun almennings nema um fjögur prósent. Sem er brotabrot af því sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar þáðu í hækkanir til sín.
Eftir samtöl við formenn margra verkalýðsfélaga fer ekki á milli mála að mikið mun reyna á hægri stjórn Katrínar og Bjarna í vetur. Jafnvel meira en stjórnin mun þola, er mat nokkurra þeirra sem rætt hefur verið við.
Vextir, verðtrygging og verðlag skipta líka máli. Hægri stjórnin verðiur neydd í umræður um þessi mál.
Fólki hefur tekist að þétta raðirnar og segist koma ákveðið til átakanna. Þau byrja í stjórnarráðshúsinu við Austurvöll.
Sigurjón M. Egilsson.