Krosseyrarvegur 8. Við bjuggum á efri hæðinni. Niðri var frábært fólk og oft var sem við byggjum öll saman.

Mannlíf

Fyrsta minningin: „Pabbi minn er dáinn“

By Miðjan

July 05, 2023

Fyrstu æviárin átti ég heima á Krosseyrarvegi númer 8 í Hafnarfirði. Ég varð fimm ára 17. janúar 1959. Fáum dögum síðar var ég í bílaleik með strák, sem ég man ekki hvað heitir. Við vorum við hús á Langeyrarvegi. Undir svölum á fyrstu hæð hússins. 

Þá kemur að fyrstu minningunni. Hann hættir skyndilega í leiknum. Stendur upp og segir: „Pabbi minn er dáinn“. Ég gerði mér örugglega ekki grein fyrir hvað hann sagði. Ég hætti að keyra bílinn minn og hljóp heim og spurði mömmu. Hún sagði mér hverslags var.

Man ekki hvað hún sagði. Það hefur verið eitthvað nærandi. Mamma var góð mamma okkar strákanna fjögurra. Ég get best trúað að þetta rifjist upp í júlí ár hvert.

-sme