- Advertisement -

Fyrrverandi þingmaður hættir í Samfylkingunni

Gunnar Svavarsson, fyrrverandi þingmaður, Hafnarfjarðarkrati og framkvæmdastjóri nýbygginga við Landspítalanna, er sagður hafa sagt sig úr Samfylkingunni. Ekki náðist í Gunnar.

Ástæðan er sögð sú niðurstaða sem varð í framboðsmáli Ágústs Ólafs Ágústssonar. Uppstillingarnefndin hafði boðið honum annað sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Málið var hins vegar tekið af uppstillingarnefndinni og fært til stjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík. Þar var Ágúst Ólafur færður niður um eitt sæti, í það þriðja. Sem hann afþakkaði og hann verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í komandi kosningum.

Mikil óánægja er innan Samfylkingarinnar. Viðmælandi Miðjunnar sagði furðulegt að flokksfólki sé að takast að snúa sókn í harða vörn, þegar fáir mánuðir eru til kosninga.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: