- Advertisement -

Fyrrverandi ráðherra verður kokkur

Þar er líka yndislegt starfsfólk sem hefur tekið mér afskaplega vel.

„Þá er nýr kafli í lífinu hafinn, sannkallaður ævintýrakafli. Ég er byrjuð í matreiðslunámi undir leiðsögn Ólafs Helga Kristjánssonar, yfirkokks og matreiðslumeistara á Hótel Sögu. Áætluð útskrift verður 2022, – sem yrði besta fimmtugsafmælisgjöf sem ég gæti hugsað mér.“

Þetta skrifar Eygló Harðardóttir, sem nú lærir matreiðslu á Hótel Sögu.

„Af hverju matreiðsla er spurningin sem hinir ýmsu sem hafa hitt mig í kokkagallanum á Hótel Sögu hafa spurt (þegar þeir loksins átta sig á að þetta er ég).

Ég hef lengi haft áhuga á mat. Það vita flestir sem þekkja mig. Ég fékk svo tækifæri til að starfa í eldhúsinu hjá Kaffistofu Samhjálpar sem sjálfboðaliði og þar kviknaði draumurinn sem er nú orðinn að veruleika.

„Ég fékk svo tækifæri til að starfa í eldhúsinu hjá Kaffistofu Samhjálpar sem sjálfboðaliði og þar kviknaði draumurinn sem er nú orðinn að veruleika.“

Og á hinum frábæra vinnustað Hótel Sögu þar sem má finna snilldar veisluþjónustu, ilmandi nýtt bakkelsi úr bakaríinu á staðnum og tvo framúrskarandi veitingastaði, Grillið sem hefur áratugum saman verið allra besti veitingastaður landsins og hinn nýopnaða Mími þar sem áherslan er á íslenskt hráefni og spennandi framsetningu. Þar er líka yndislegt starfsfólk sem hefur tekið mér afskaplega vel.

Markmið næstu ára eru því orðin þrjú: Ljúka við byggingu litla torfbæjarins, byggja fallega fjölbýlishúsið fyrir Kvennaathvarfið og verða matreiðslumaður.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: