- Advertisement -

Fyrrverandi ráðherra: Of harkalegar sóttvarnaraðgerðir vegna Covid

Þorsteinn Víglundsson.

„Ákvörðun ríkisstjórnarinnar á föstudag mun hafa alvarlegar og langvarandi efnahagslegar afleiðingar. Spyrja má hvort þetta sé nauðsynlegt skref í stöðunni. Með fullri virðingu fyrir alvarleika Covid þá verður að segjast að það vekur athygli hversu lítil greining virðist liggja þarna að baki, bæði hvað varðar efnahagsleg áhrif en ekki síður áhrif á sóttvarnir.“

Það er Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra sem skrifar:

„Eðlilegt hefði verið að stjórnvöld hefðu metið þá valkosti sem sóttvarnarlæknir lagði fram með hliðsjón af ætluðum áhrifum á hvoru tveggja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nokkrir punktar sem ég velti fyrir mér í þessu samhengi:

  • 1) Við munum þurfa að lifa með Covid þar til bóluefni finnst. Sá tímarammi er óljós en þýðir um leið að samspil aðgerða í sóttvarnarskyni og í efnahagsmálum er línudans þar sem vega verður saman áhrif aðgerða á hvoru tveggja til skemmri og lengri tíma.
  • 2) Þessi línudans er viðfangsefni stjórnmálanna en ekki sóttvarnaryfirvalda en lítil umræða virðist þó fara fram á vettvangi stjórnmálanna um þetta jafnvægi.
  • 3) Of harkalegar sóttvarnaraðgerðir hafa mjög neikvæð efnahagsleg áhrif. Kreppur og langtímaatvinnuleysi hafa einnig mjög neikvæð áhrif á heilsu fólks þó svo áhrif þess taki lengri tíma að koma fram. Um þetta vantar meiri umræðu í þessu samhengi.
  • 4) Stjórnvöld völdu harkalegasta valkostinn án þess að leggja mat á efnahagsleg áhrif hans og án þess að kynna neinar efnahagslegar mótvægisaðgerðir samhliða.
  • 5) Að vega saman tekjur af ferðamönnum við aukna neyslu Íslendinga hérlendis heldur ekki vatni til lengdar þar sem atvinnuleysi fer nú ört vaxandi og áhrif þess á tekjur heimilanna eru fyrst nú að koma fram.

Ég er því í hópi þeirra sem efast um réttmæti þessarar ákvörðunar og tel það raunar mjög ámælisvert að hún hafi verið tekin að því er virðist án nokkurrar yfirlegu eða greiningu á áhrifum hennar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: