Fréttir

Brottrekinn framkvæmdastjóri stefnir Sorpu

By Miðjan

June 24, 2020

Fréttir / Björn H. Halldórsson, brottrekinn framkvæmdastjóri Sorpu, hefur stefnt fyrirtækinu vegna uppsagnarinnar. Það var í febrúar á þessu ári sem Birni var sagt upp. Honum var kennt um vonda stöðu félagsins.

„Þessi ákvörðun á sér m.a. stoð í nýlegri skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um stjórnarhætti og áætlunargerð vegna gas- og jarðgerðarstöðvar þar sem m.a. voru gerðar alvarlegar athugasemdir við störf og upplýsingagjöf framkvæmdastjóra og gerð kostnaðaráætlana. Að fengnum andmælum framkvæmdastjórans við efni skýrslunnar var ákveðið að veita honum áminningu í samræmi við ákvæði kjarasamnings og gefa honum kost á frekari skýringum og athugasemdum. Að þeim fengnum og í ljósi annarra aðstæðna var tekin ákvörðun um uppsögn,“ sagði í tilkynningu stjórnar Sorpu þegar Björn var rekinn.