- Advertisement -

Fyrrum félagshyggjuflokkar gera ekkert fyrir aldraða og öryrkja

Svo virðist sem flokkarnir láti íhaldið ráða ferðinni í málaflokknum.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Það er með ólíkindum, að tveir flokkar, sem hafa talið sig félagshyggjuflokka og eru nú í stjórn skuli hvorugur hreyfa legg né lið til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Þó eru þeir nú búnir að vera við völd í tæpan 15 1/2 mánuð. Hér er átt við flokk KJ og S. Inga.

Svo virðist sem þessir flokkar láti íhaldið ráða ferðinni í þessum málaflokki. Stefna þess flokks er að halda lægstu launum verkafólks niðri við fátæktarmörk og BB hefur lýst því yfir á alþingi, að lægsti lífeyrir megi ekki vera hærri en lágmarkslaun, þar eð þá sé ekki unnt að reka aldraða og öryrkja út að vinna!

Þetta er villukenning,þar eð alþingi og stjórnvöldum ber skylda til að tryggja öldruðum og öryrkjum lífeyrir sem dugi til framfærslu alveg án tillits til þess hver lágmarkslaun eru í landinu. Við þetta er ekki staðið í dag og því bæði brotin mannréttindi og stjórnarskrá á öldruðum og öryrkjum.

Því verður ekki trúað, að flokkarnir tveir,sem einu sinni voru félagshyggjuflokkar ætli áfram að láta íhaldið ráða ferðinni í þessum málaflokki. Fyrir kosningar töluðu þeir báðir fallega um eldri borgara og öryrkja. Flokkur KJ lofaði að hækka lífeyri aldraðra. Engin hækkun hefur átt sér stað að frumkvæði stjórnarinnar og engin raunhækkun. Flokkarnir tveir verða að reka af sér slyðruorðið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: