Fréttir

Fyrirtækjaskattar hafa lækkað mikið

By Gunnar Smári Egilsson

November 13, 2020

Gunnar Smári skrifar:

SA og Viðskiptaráð, áróðursmaskínur 1% ríkasta hluta landsmanna, hafa boðað að næstu kosningar muni snúast um að lækka skatta á fyrirtæki. Hér er mynd af tekjuskatti fyrirtækja frá upphafi núfrjálshyggjuáranna, að meðaltali í heiminum (bláar línu, sú dekkri vegið meðaltal eftir stærð hagkerfanna) og Íslands (græn lína). Eins og sjá má hafa fyrirtækjaskatta verið lækkaðir mikið á tímanum. Á Íslandi eru þeir umtalsvert lægri en meðaltal heimsins, 20% á meðan meðaltalið er um 26% að meðaltali í heiminum. Reiknað var með 70 milljörðum króna í tekjuskatt fyrirtækja á þessu ári en sá skattur hefði gefið 21 milljarð króna til viðbótar ef Íslendingar hefðu innheimt eins og meðaltal heimsins (og þar sem Ísland er þróað hagkerfi með víðtæka almannaþjónustu ætti það auðvitað að liggja í hærri kantinum). Þrátt fyrir þetta, að almenningur gefi fyrirtækjunum 21 milljarð króna árlega miðað við það sem almennt tíðkast, þá vill SA og Viðskiptaráð fá meira. Og ef þið gefið þeim meira, þá munu þessi fyrirbrigði heimta enn meira.