Alþingi / Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, hefur áhyggjur af því að skattsvikarar, það er eigendur fyrirtækja í skattaskjólum, hafi aðgang að ríkissjóði vegna laga um atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðarsjóður launa. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum, mælti fyrir málinu á Alþingi. Guðmundur Ingi þráspurði hana um þetta atriði. Lilja Rafney svaraði:
„Ef við vissum um töfralausn til að láta fyrirtæki borga löglega skatta til ríkisins þá væri búið að finna hana upp. Við gerum það ekki í gegnum þetta frumvarp.“
„Það er eiginlega ekki hægt nema hreinlega með því að banna þeim félögum sem eiga fé í skattaskjólum að sækja um þessa leið, jafnvel þótt féð sé þar með löglegum hætti,“ sagði Guðmundur Ingi. „Mér sýnist það koma fram hjá Ríkisendurskoðun að taka þurfi vel á þessum málum og auka eftirlitið.“