- Advertisement -

Fyrirtæki hvött til að klaga fólk

Hvernig græða fyrirtæki á því að hafa fólk í vinnu sem ekki hefur áhuga á starfinu?

„Það hefur komið á daginn að Vinnumálastofnun hefur tímabundið eða alfarið svipt 350 atvinnuleitendur atvinnuleysisbótum síðustu tvo mánuði því að fólk hefur hafnað störfum. Staðan er sem sagt þessi: Ætlast er til að fólk á bótum taki þá vinnu sem býðst alveg óháð launum, vinnuaðstöðu, menntun og áhuga umsækjanda. Ef fólk gerir það ekki þá kippir ríkið fótunum undan því,“ sagði Halldóra Mogensen á Alþingi.

„Hvaða hugmyndafræði liggur að baki og hvaða markmiðum á þetta að þjóna? Og það sem meira er, nú er verið að hvetja fyrirtæki til að klaga svo auðveldara sé að kippa fótunum undan fólki. Ætlum við sem samfélag í alvöru að neyða fólk til að taka starf sem það vill ekkert með hafa bara vegna þess að eitthvert starf losnaði einhvers staðar? Ætlum við í alvörunni að kippa fótunum undan fólki því að við viljum að það sé að vinna til þess eins að vinna? Þetta er ömurlegt öryggisnet, forseti. Hæstvirtur félags- og barnamálaráðherra á að hafa velferð fólks í fyrsta sæti. Hvernig stuðlar það að velferð fólks að neyða það í vinnu sem hæfir því ekki? Hvernig græða fyrirtæki á því að hafa fólk í vinnu sem ekki hefur áhuga á starfinu? Og hvernig græðir samfélagið á því að kröftum fólks sé sóað á þennan hátt?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: