- Advertisement -

Fyrir hvað eru stjórnarmenn að fá laun?

Kolbrún Baldursdóttir.

„Það er einnig með ólíkindum að stjórnarformaðurinn sé að koma núna fram og spyrja um hluti og að hann sé  að biðja um skýrslu nú fyrst. Af hverju hefur stjórnin ekki fylgst betur með? Fyrir hvað eru stjórnarmenn að fá laun? Hvernig og hvenær komst stjórn að því að eitthvað var í ólagi? Hinn vandinn er sá að byggðasamlagskerfi er óhentugt borginni bæði fjárhagslega og ekki síður stjórnunarlega. Minnihlutinn í borginni hefur engan aðgang þarna að og fær aldrei tækifæri til að hafa nein áhrif.“

Það er Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sem á þessi orð og hún lét þau falla á borgarráðsfundi.

„Enn ein svört skýrsla innri endurskoðunar hefur birst á þessu kjörtímabili sem varla er hálfnað,“ bókaði Kolbrún. „Í skýrslunni koma fram ástæður framúrkeyrslu sem varð á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill ítreka þá tillögu sína að skipta um fólk í brúnni þar sem engum þeirra hefur dottið til hugar að fylgjast nógu grant með málum SORPU sem leitt hefur til þessarar stöðu sem nú er uppi. Engin í stjórn virðist heldur hafa haft nægjanlega  þekkingu á rekstri fyrirtækis sem SORPA er, né hefur stjórn sýnt sjálfstæð vinnubrögð, t.d.  frumkvæðið að kalla eftir gögnum með reglubundnum hætti.“ 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: