„Fyrir hverja er Heiðveig María að vinna?“
Þannig spyr Jónas Garðarsson, formaður Sjómananfélags Íslands, í harðorðri grein í Mogganum i dag.
Jónas spyr áfram: „Fyrir útgerðina í landinu? Er hún að vinna fyrir HB Granda eða Samherja? Von er að spurt sé því hvað hefur Heiðveig María unnið með rógi sínum?“
„Því er fljótsvarað,“ skrifar Jónas. „Henni hefur tekist með lygum og óhróðri að stöðva sameiningu sjómanna við Eyjafjörð, í Eyjum, Grindavík, Hafnarfirði og Reykjavík. Henni hefur tekist að stöðva löngu tímabæra sameiningu langflestra sjómanna í landinu í eitt öflugt sjómannafélag; félag fiskimanna á togurum og bátum, farmanna á millilandaskipum, skipum Gæslunnar og Hafró ásamt ferjanna Herjólfs og Baldurs.“
Víst er að komandi kosningar innan Sjómannafélags Íslands eru og verða þær hörðustu um langt árabil.