- Advertisement -

Fyndnustu mínar stóðust prófið

Gunnar Smári skrifar:

Ég fór á fyndnustu mínar í gærkvöldi, uppistand kvenna sem voru saman í Listaháskólanum og skemmti mér vel. Ég hef þann mælikvarða á gamanmyndir af ég hlæ þrisvar upphátt eru þær góður. Fyndnustu mínar stóðust það próf og vel það og voru auk þess hugmyndaríkar og snjallar í framsetningu, hún bar með sér að Fyndnustu mínar voru konur úr Listaháskóla.

Alveg eins og sýningar Mið-Íslands bera með sér að þar fara drengir sem vinna á auglýsingastofum. Mið-Ísland kom nokkuð við sögu hjá konunum í gær, stundum létu þær eins og þeirra sýning væri eins konar svar við Mið-Íslandi. Sem er skiljanlegt, Mið-Ísland er ekki aðeins strákaband heldur einskonar Bítlar (Ari er, Bergur Ebbi er John, Björn Bragi George og Dóri DNA Ringó, Jóhann þessi sem hætti áður en Bítlarnir urðu frægir). Það er því eðlilegt að ungu konurnar miði sig við þá og stilli sér upp gegn yfirgengilegri venjulegmennsku Mið-Íslands. Eins og Bítlarnir voru The Great White Hope á tíma þegar afríkanskir Ameríkanar virtist ætla að taka yfir alla vinsældalista þá er Mið-Ísland eins og nostalgísk minning frá þeim tíma að strákar þóttu aðdáunarverðir og strákakúltúr áhugaverður. En munurinn er samt mestur sá að á meðan Fyndnustu mínar byggja sína frásögn á lífinu sem þær lifa er Mið-Ísland frekar endurvarp af eða þýðing á afurðum vitundariðnaðarins.

Auðvitað eru drengirnir í Mið-Íslandi miklu þjálfaðri en Fyndnustu mínar, en ef fólk sækist eftir sjóaðri fagmennsku má alltaf finna á netinu frábærlega matreidd uppistönd frá heimsmeisturum í faginu. En til að heyra uppistand sem sprottið er úr því samfélagi sem við lifum í er betra að leita til þeirra sem hafa listræna taug og greinandi sýn frekar en þeirra sem hafa góðan sans fyrir markaðnum. Ég ætla að spá að Fyndnustu mínar hafi flett yfir í næsta kafla í íslensku uppistandi, þetta var kannski ekki eins og þegar pönkið ógilti erindi prog rokks, en þeirrar tegundar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: