Gunnar Hólmsteinn Lárusson skrifaði:
Ótrúlega fyndið að fylgjast með umræðunni um bankamál. Af þessum bankastjóra má skilja að það sé bara töluvert mikið vesen að reka bankana, en að AUÐVITAÐ sé verið að leita allra leiða til þess að hafa allt sem hagkvæmast fyrir neytendur (les; viðskiptafólk bankanna). Í þættinum Sprengisandi nú í desember sagði svo þessi sami bankastjóri efnislega að „allar græjur“ væru til staðar til þess að lækka vexti hér á landi. Af hverju í ósköpunum er þá ekki búið að því? Eftir hverju er verið að bíða? Í þokkabót vill hann svo meina að hagnaður bankanna sé nú bara ekkert svo mikill. Á maður að hlæja eða gráta?