Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, er hrokinn í fýlu. Og það enga smá fýlu. Hann kýs að kenna Herði Magnússyni um ófarir sínar. Hörður sýndi og sagði frá hvernig Ólafur lætur. Hann vill ekki bara stjórna Val heldur og hinum fína fótboltaþætti Harðar. Gott hjá Herði að gefa ekkert eftir. Annarra vegna má Ólafur vera í fýlu eins lengi og hann vill og hefur geð til.
Íþróttafólk fær mikla athygli og nærist í raun á henni. Fyrir margt löngu hljóp Alfreð Gíslason uppi tvo af þremur þrjótum. Þeir höfðu á sínu fylleríi skemmt bíla í götunni sem Alfreð bjó, Tjarnargötu í Reykjavík. Alfreð hafði vaknað við hamaganginn. Rauk út og náði tveimur af þremur.
Ég, þá blaðamaður á gamla DV, hringdi til Alfreðs. Hann baðst undan. Þegar ég sagði að hann, sem væri endurtekið á síðum blaðsins, gæti ekki valið hvað við vildum fjalla um. Hann áttaði sig strax, enda alvöru maður, og veitti mér viðtali.
Ólíkir menn Óli Jó og Alfreð.