- Advertisement -

Fylgistapið ekki vegna ESB

Hanna Birna Kristjánssdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Sjálfstæðisflokkurinn tapi ekki fylgi vegna afstöðunnar til Evrópusambandsins?

„Ég held að breytingar á fylgi Sjálfstæðisflokksins, á undanförnum árum, tengist minnst Evrópusambandinu. Ég held að breytingar á fylgi hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka tengist umræðu um breytt stjórnmál, tengist traustinu sem hefur verið í samfélaginu, stöðunni í samfélaginu, ekki Evrópusambandinu. Ég held að það sé einföldun á ástandinu, ég held að ástandið sem hefur verið í íslenskum stjórnmálum einikennist af ákveðnu vantrausti. Við þurfum að byggja það traust upp aftur. Eðlilega hefur það helst lent í fanginu á flokkum sem hafa lengið verið að í íslenskum stjórnálum. Að halda að nóg sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn að segja, við verðum bara að breyta um kúrs í Evrópumálum, þá náum við fyrri stöðu, sé mikil einföldun. Mjög stór meirihluti Sjálfstæðismanna er þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið. Afstaðan er mjög skýr hvað það varðar.“

Þetta kom fram á Sprengisandi á Bylgjunni í gær.

Í nýrri skoðanakönnun MMR kemur eftirfarandi fram.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,9%, borið saman við 29,0% í könnun frá lok febrúar. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 17,1%, borið saman við 16,4% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1%, borið saman við 14,0% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 14,4%, borið saman við 14,6% í síðustu könnun. Vinstri-græn mældust nú með 11,5% fylgi, borið saman við 10,4% í síðustu könnun. Píratar mældust nú með 11,0% fylgi, borið saman við 9,3% fylgi í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: